Söluferlið
Verðmat:
Ég verðmet eignina eftir bestu getu og lít á eftirfarandi þætti í verðmatsferlinu:
Finn nýlega kaupsamninga fyrir sambærilegar eignir í húsinu/hverfinu.
Nýti reynslu og þekkingu mína og samstarfsfélaga
Skoða hvað er til sölu sambærilegt í hverfinu
Skoðun á eigninni, Söluferlið og söluyfirlit útbúið:
Ég skoða eignina vandlega og geri lýsingu á henni og útbý í framhaldi söluyfirlit.
Sæki allar upplýsingar um eignina, áhvílandi lán, eignaskiptasamning, teikningar, fasteignagjöld, brunatryggingu og fleira sem til þarf.
Gjaldkeri húsfélags fyllir út yfirlýsingu húsfélags þegar eign er tekin í sölumeðferð.
Ef ekkert starfrækt húsfélag er í húsinu þarf a.m.k. einn aðili í húsfélaginu (að seljanda frátöldum) að staðfesta þar til gerða yfirlýsingu sem við útvegum.
Ég nota atvinnu ljósmyndara til að ná því besta fram í eigninni. Einnig get ég boðið upp á 360° myndartöku þar sem viðskiptavinurinn skoðað eignina hátt og lágt í tölvunni.
Á meðan sölu stendur:
Eignin er auglýst á www.remax.is , www.mbl.is, www.visir.is, www.fasteignir.is
Einnig getum við boðið upp á að auglýsa eignina í laugardagsblaði fréttablaðsins.
Held opið hús þar sem ég mæti og tek á móti tilvonandi kaupendum og skrái alla niður í gestabók.
Daginn eftir opna húsið hringi ég í alla þá sem mættu, fylgi þeim eftir og geng úr skugga um að viðkomandi sé með allar upplýsingar um eignina og leitumst eftir tilboðum
Þegar því er lokið hringi ég í þig/seljanda og upplýsi þig um stöðu mála.
Allir sem hafa áhuga á að skoða eignina á milli opinna hús hringja í mig. Ég bóka sýningu á eigninni í samráði við þig.
Að tveimur til þremur vikum liðnum er haldið annað opið hús með sama sniði.
Ef eignin er ekki seld á þessim tímapunkti endurskoðum við ferlið/ verðið/ hvað er nýtt á skrá/ samkeppni (ef við á) og svo höldum við opið hús í þriðja sinn.
Í öllu ferlinu er ég tilbúinn í samráði við þig að sýna eignina.
Eftir sölu:
Þegar samningur er kominn á milli seljanda og kaupanda (samþykkt kauptilboð) fara kaupendur í greiðslumat ef þau hyggjast taka lán fyrir kaupunum, það ferli getur tekið 3-45 daga (fer eftir lánastofnun)
Þegar fjármögnun er lokið afhenda kaupendur fasteignasölunni lánaskjöl og við sækjum um skilyrt veðleyfi ef þarf. Frá því að lánaskjöl berast okkur, þar til skilyrt veðleyfi berst okkur geta liðið 14 dagar.
Þegar öll nauðsynleg gögn eru komin til okkar bókum við kaupsamning innan tveggja daga
Ath: þegar greitt er með láni getur tekið nokkra daga að greiða úr láninu, fer eftir því hvað sýslumaður er lengi að þinglýsa og svo þarf bankinn 3-5 daga.
Ef lán koma við afhendingu ber kaupanda að skila lánaskjölum til okkar 4 vikum fyrir afhendingardag.
Ef lán er uppgreitt getur tekið 1-3 vikur fyrir lánastofnun að aflétta láninu eftir að það hefur verið greitt upp.
Kaupsamningur:
Þegar við höfum fengið til okkar öll nauðsynleg gögn vegna sölunnar bókum við aðila til kaupsamnings.
Lögmenn/löggiltir fasteignasalar taka á móti ykkur og halda kaupsamninginn með ykkur.
Afhending:
Fasteign afhendist vel þrifin á hádegi umsamins afhendingardags nema aðilar komi sér saman um aðra tímasetningu.
Seljandi les af rafmagns- og hitamæli og tilkynnir nýjan greiðanda til orkusala.
Seljandi tilkynnir eigendaskipti til formanns/gjaldkera húsfélags.
Afsal:
Fyrir útgáfu afsals.
Við fáum staðfestingu að seljandi sé í skilum við húsfélag, fáum upplýsingar frá fasteignaskrá og bæjarfélögum hver skipting gjalddaga á fasteigna- og fráveitugjöldum.
Við pöntun skilagrein frá lánastofnun ef fasteign var greidd með nýju láni.
Fáum staðfestingu á afléttingu veðskulda og pöntum stöðu yfirtekna lána á afhendingardegi
Við gerum afsals uppgjör sem sent er til kaupanda og seljanda fyrir afsalsdag.
Ef lán eru yfirtekin miðast yfirtökudagur við afhendingardag.